Samkomulag um þingstörfin og þinghlé

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 10:39:10 (6774)

1998-05-19 10:39:10# 122. lþ. 131.92 fundur 402#B samkomulag um þingstörfin og þinghlé# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[10:39]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill staðfesta að gott samkomulag hefur tekist um framvindu þinghaldsins nú næstu daga og vonandi fram að þingfrestun.

Forseti vill jafnframt nota tækifærið til þess að þakka þingflokksformönnum og ráðherrum þeirra þátt í lausn á þeim deilum sem staðið hafa að undanförnu.