Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:19:01 (6792)

1998-05-19 16:19:01# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:19]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel út af fyrir sig að það sé eðlilegt miðað við allar aðstæður að líta þannig á að búið sé að halda til haga öllum meginatriðum þessa máls. En ég vil segja að þó að umræðunni ljúki hér og atkvæðagreiðsla fari einhvern tíma fram þá er þetta mál ekki búið. Ég er sannfærður um að í næstu kosningnum verði barist fyrir nýju fyrirkomulagi félagslegra íbúða í landinu. Í næstu kjarasamningnum hlýtur að verða barist fyrir nýju kerfi félagslegra íbúða í landinu fyrst og fremst vegna þess að þeir sem standa að verkalýðshreyfingunni og róttækri vinstri stefnu í þessu landi geta ekki liðið það að fólk sé borið út eins og gert er ráð fyrir í þessu frv. og að þetta félagslega íbúðakerfi sé eyðilagt.

Þess vegna nota ég þetta andsvar til að segja við hæstv. félmrh.: Það er engin hætta á því að þetta sé þúsund ára ríki. Það er spurning hvort það nær einu sinni þúsund dögum, herra forseti.