Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:22:52 (6796)

1998-05-19 16:22:52# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:22]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér þótti gott að heyra að hv. 13. þm. Reykv. sér einhverja galla á húsnæðislöggjöfinni. Þá erum við öll orðin pínulítið sammála þó mikið beri enn í milli.

En varðandi þetta með skattskylduna á húsaleigubæturnar, þá var gengið frá því við lagasetningu í vetur að þær bæru skatt. Mér finnst að það sé álitamál hvort að þær eigi að bera skatt eða ekki. Sumt mælir með því að þær séu skattaðar vegna þess að það er einfaldara kerfi og það er líka einungis hjálp við hina tekjuhærri ef þær eru skattlausar. Þeir sem eru undir skattleysismörkum og taka húsaleigubætur hagnast ekkert á því þó þær séu skattlausar.

Ekki liggur fyrir samkomulag við sveitarfélögin og það er ekki hægt að gera það. Það tekur lengri tíma en ætlast er til í þessari brtt. frá minni hlutanum.