Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:25:27 (6798)

1998-05-19 16:25:27# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:25]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekkert nýtt í afstöðu minni til skattalegrar meðferðar húsaleigubóta. Ég veit ekki betur en að ég hafi borið hér fram frv. um húsaleigubætur fyrir jól og fengið það samþykkt þar sem gengið var út frá því að þær væru skattaðar. Ég held mig við þá afstöðu og ég hef ekkert snúist í því.

Það er Alþingis að ákveða við fjárlagagerð á næsta hausti eða á næsta vetri hve miklu fé verður varið til niðurgreiðslu á lánum til leiguíbúða. (JóhS: Hver er afstaðan til till. minni hlutans?). Ég ætla ekki að samþykkja tillögu minni hlutans.