Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:27:53 (6800)

1998-05-19 16:27:53# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki hægt að binda alla enda fyrr en lögin hafa verið samþykkt. Það er nú svo einfalt. Fyrst er að ákveða hvort við förum þessa leið. Þegar við erum búin að ákveða að fara þessa leið, þá er hægt að binda endana.

Varðandi starfsfólkið þá endurtek ég það sem ég hef margoft sagt að ég mun beina því til stjórnar eða forráðamanna Íbúðalánasjóðs að þeir láti núverandi starfsmenn Húsnæðisstofnunar ganga fyrir í þau störf sem þarf hjá Íbúðalánasjóði. Þetta er svolítið öðruvísi en með Örnefnastofnun vegna þess að Íbúðalánasjóður þarf ekki á jafnmörgu starfsfólki að halda og Húsnæðisstofnun og það er vandinn í málinu.