Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:28:52 (6801)

1998-05-19 16:28:52# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:28]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Spurningin er þessi: Hafa menn vilja til að leysa málin? Ef menn hafa vilja til að leysa málin þá er enginn vandi fyrir hendi.

Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram við umræðuna að þessu máli er engan veginn lokið. Hér verður reist krafa á pólitískum vettvangi og á vettvangi samtaka launafólks og á þeim vettvangi sem birtist í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu fyrir fáeinum dögum og er undirrituð af öllum helstu almannasamtökum þessa lands: ASÍ, BSRB, Búseta, Öryrkjabandalaginu, Sjálfsbjörg, gervallri námsmannahreyfingunni, Félagi eldri borgara og þannig mætti áfram telja. Þessu máli er ekki lokið. Við munum hefja þessa baráttu að nýju.