Búfjárhald

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:39:04 (6807)

1998-05-19 16:39:04# 122. lþ. 131.5 fundur 543. mál: #A búfjárhald# (forðagæsla, merking o.fl.) frv. 51/1998, Frsm. GÁ
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:39]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá landbn. og gríp niður í nál. Þar segir:

,,Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á V. kafla laga um búfjárhald sem fjallar um forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár og er með breytingunum stefnt að því að auka við heimildir og auðvelda störf búfjáreftirlitsmanna og að auðvelda sveitarstjórnum að sinna skyldum sínum. Þá er lagt til að landbúnaðarráðherra verði heimilt að ákveða að eigendum búfjár sé skylt að merkja allt búfé sitt eftir viðurkenndu merkingar- og skráningarkerfi samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.

Nefndin ræddi sérstaklega ákvæði 2. gr. frumvarpsins um að lögreglu sé skylt að fara með búfjáreftirlitsmanni til skoðunar og eftirlits og hversu langt sú heimild ætti að ná. Í samræmi við ákvæði laga um dýravernd leggur nefndin til að málið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

Við 2. gr. Orðin ,,eða um land jarðar`` í 5. málsl. 2. efnismgr. falli brott.``

Undir þetta rita allir nefndarmenn í landbn., samstaða um málið. (Gripið fram í: Hvaða dag var þetta gjört?) Þetta var gjört hinn 27. apríl 1998.