Lánasjóður landbúnaðarins

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:48:55 (6812)

1998-05-19 16:48:55# 122. lþ. 131.8 fundur 625. mál: #A Lánasjóður landbúnaðarins# (lánstími) frv. 52/1998, Frsm. GÁ
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:48]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá landbn. Í nál. segir:

,,Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lánstími lána frá Lánasjóði landbúnaðarins lengist úr 25 árum í 40 ár þegar lánað er til nýrra bygginga, jarðakaupa, ræktunar og þeirra framkvæmda sem teljast varanlegar. Þetta er lagt til þar sem það er talið skipta miklu að greiðslubyrði verði viðráðanleg.

Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hjálmar Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``

Þetta mál var afgreitt frá landbn. 22. apríl 1998 og tveir hv. nefndarmenn landbn., þeir Ágúst Einarsson og Lúðvík Bergvinsson, skrifa undir með fyrirvara. Allir hinir eru án fyrirvara og styðja þetta mál.