ÓI fyrir ÍGP, GÞÞ fyrir GuðjG

Mánudaginn 25. maí 1998, kl. 13:32:23 (6814)

1998-05-25 13:32:23# 122. lþ. 132.92 fundur 407#B ÓI fyrir ÍGP, GÞÞ fyrir GuðjG#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 122. lþ.

[13:32]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Ísólfur Gylfi Pálmason, 4. þm. Suðurl., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Ólafía Ingólfsdóttir bóndi, Vorsabæ, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Þetta tilkynnist yður hér með, herra forseti.

Valgerður Sverrisdóttir,

formaður þingflokks Framsfl.``

Ólafía Ingólfsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Guðjón Guðmundsson, 4. þm. Vesturl., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi í næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþm. Alþfl. í Vesturlandskjördæmi, Guðlaugur Þór Þórðarson, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Þetta tilkynnist yður hér með, herra forseti.

Sigríður Anna Þórðardóttir,

formaður þingflokks Sjálfstfl.``

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.