Afgreiðsla frumvarpa um skipan mála á hálendinu

Mánudaginn 25. maí 1998, kl. 13:40:00 (6818)

1998-05-25 13:40:00# 122. lþ. 132.93 fundur 405#B afgreiðsla frumvarpa um skipan mála á hálendinu# (aths. um störf þingsins), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 122. lþ.

[13:40]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég get ekki orða bundist, fyrst þetta mál er komið á dagskrá, þ.e. yfirlýsingar frá borgarstjórnarminnihlutanum í Reykjavík. Þegar ég las leiðara Morgunblaðsins 24. maí, þ.e. daginn eftir kjördag, og skoðaði aftur yfirlýsingar þeirra, þá velti ég fyrir mér, hver var eiginlega tilgangur borgarstjórnarminnihlutans, að koma með svona yfirlýsingu á kjördag. Þar segir m.a.:

,,Við heitum því að beita okkur fyrir því af alefli --- náum við meirihluta í borgarstjórn --- að þjóðarsátt verði um þetta mikla hagsmunamál allra landsmanna.``

Er verið að segja og má skilja orð hæstv. forsrh. hér svo að fyrst að sigur vannst ekki í Reykjavík, þá sé ekki hlustað á þetta? Þeir hefðu gert það að öðrum kosti? Svona málflutningur er alveg með ólíkindum.