Greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 11:12:22 (6885)

1998-05-26 11:12:22# 122. lþ. 133.93 fundur 410#B greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (um fundarstjórn), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[11:12]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér kemur hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsfl., upp og telur þingmenn vera að brjóta þingsköp. Alvarlegasta brot á þingsköpum sem hér hefur verið til umræðu er auðvitað það að hæstv. ráðherra hefur leynt þingið upplýsingum og hefur gefið nánast rangar upplýsingar, ef einhverjar voru, við fyrirspurn minni 3. júní 1996. Það er alvarlegt brot á þingsköpum og lögum og þó svo þetta hafi verið í óundirbúnum fyrirspurnatíma þá kemur það fram hér og hefur verið ítrekað að hæstv. ráðherra var með upplýsingarnar fyrir framan sig, allar upplýsingar um viðskipti Lindar og Landsbankans þannig að hann var að leyna þingið upplýsingum og þær litlu upplýsingar sem hann gaf voru rangar. Það er alvarlegt brot á þingsköpum og áfellisdómur yfir trúverðugleika hæstv. viðskrh.