Búnaðarlög

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 12:41:35 (6907)

1998-05-26 12:41:35# 122. lþ. 133.5 fundur 368. mál: #A búnaðarlög# (heildarlög) frv. 70/1998, Frsm. GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[12:41]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt að þessi mál hafa tekið sorglega langan tíma. Skuldirnar ná langt aftur í tímann. Það verður ekki sakast við þann sem hér stendur. Hann hefur gengið hvert einasta ár á fund fjárln. og reynt að berjast fyrir því að gerð yrðu skil í þessum málum og hæstv. landbrh. hygg ég að hafi barist hart fyrir því í ríkisstjórninni. En þetta uppgjör við fortíðna hefur ekki náð fram, því miður, nema með þessum hætti og ég verð að segja það sem mína skoðun, hæstv. forseti, að ég held að þessar deilur hafi háð landbúnaðinum. Við þurftum að sjá ný búnaðarlög, nýja framtíð, og þess vegna verður að sætta sig við þessi málalok og það hitt að vonandi mun ríkisvaldið standa við þau lög og þar með koma nýir og meiri peningar inn á þetta nýja svið um leið og menn gera fortíðina upp eins og hér hefur verið lýst.