Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 14:45:20 (6926)

1998-05-26 14:45:20# 122. lþ. 133.4 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[14:45]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að mótmæla því. Mér er fyllilega ljóst að bændur hafa tekið á sig þann skell sem fylgir því að niðurgreiðslur til þeirra hafa verið lækkaðar verulega. Ég ætla ekki að bera það saman við útlönd, ég veit líka að miklir styrkir eru í Evrópu til landbúnaðarins. Það sem ég er að segja er að mér finnast það vera ólýðræðisleg vinnubrögð að Bændasamtökin semji einhliða við ráðherra og síðan hafi þingið engan annan kost en samþykkja þann samning. Þjóðin er aldrei spurð hvort hún vilji þetta kerfið eða hitt í landbúnaðarmálum. Ég held það sé kominn tími til þess í kosningum.