Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 15:38:59 (6937)

1998-05-26 15:38:59# 122. lþ. 133.4 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, RA (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[15:38]

Ragnar Arnalds (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. landbrh. fyrir svör hans. Hann staðfesti það sem er augljóst í þessu máli að atkvæðagreiðslur af þessu tagi meðal bænda hafa verið mjög upp og ofan. Í vissum tilvikum hafa engar atkvæðagreiðslur farið fram eins og hann nefndi í sambandi við sauðfjársamninginn en í öðrum tilvikum fara þær fram og um þessi efni þarf auðvitað að setja reglur og ákvæði, annaðhvort af bændum sjálfum ellegar þá með lagasetningu þannig að ekki þurfi að koma upp deilur eða misklíð um hverjir eigi að greiða atkvæði í hverju tilviki.