Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 12:05:45 (6984)

1998-05-27 12:05:45# 122. lþ. 134.8 fundur 655. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# (geymsla áunnins réttar o.fl.) frv. 48/1998, félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[12:05]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Bara til að halda því til haga og hafa það í þessari umræðu þá hef ég aldrei haldið því fram að atvinnuleysisbætur væru of háar. Ég hef hins vegar talað um að ekki væri óeðlilegt að menn nytu einhverrar umbunar fyrir það að vinna, fremur en að vera á atvinnuleysisbótum. Ég vil að það sé freisting fyrir menn að vinna fremur en að kjósa það að vera á bótum eða una því að vera á bótum ef þeir eiga kost á að fá vinnu. Atvinnuleysisbætur hafa hækkað fyllilega til samræmis við launaþróun í landinu og atvinnuleysisbætur eiga að vera og eru ákaflega mikilvægt öryggisnet fyrir fólk á vinnumarkaði og samfélaginu ber auðvitað skylda til að sjá til þess að þær séu fyrir hendi.