Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 12:08:32 (6986)

1998-05-27 12:08:32# 122. lþ. 134.8 fundur 655. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# (geymsla áunnins réttar o.fl.) frv. 48/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[12:08]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er algjörlega ósammála hv. síðasta ræðumanni. Atvinnuleysisbæturnar hafa hækkað fyllilega í samræmi við launaþróunina í landinu. Ég er ekki samþykkur því að þær eigi að fylgja einhverjum ákveðnum launataxta. Sem betur fór voru samningar með þeim hætti á vinnumarkaði að lægstu taxtar hækkuðu mjög myndarlega. Það tel ég hafi verið ákaflega gott og mjög tímabært og nauðsynlegt. En ég tel hins vegar að atvinnuleysisbætur eigi ekki að bindast eingöngu við þann takt.