Reglur um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 12:16:57 (6990)

1998-05-27 12:16:57# 122. lþ. 134.11 fundur 251. mál: #A reglur um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins# þál. 12/122, Frsm. VS
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[12:16]

Frsm. efh.- og viðskn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1357 frá hv. efh.- og viðskn. Nál. hljóðar svo:

,,Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá fjármálaráðuneytinu, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Bandalagi háskólamanna.

Í tillögugreininni er ríkisstjórninni falið að láta semja reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu þegar þeir taka tímabundið við öðrum störfum, svo sem hjá alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að eða kjörnum trúnaðarstörfum.

Meiri hluti nefndarinnar tekur undir þau sjónarmið að þörf sé á slíkum reglum og mælir með því að tillagan verði samþykkt óbreytt.``

Undir nál. rita nefndarmenn í hv. efh.- og viðskn. Vilhjálmur Egilsson, Ágúst Einarsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Einar Oddur Kristjánsson, Sólveig Pétursdóttir, Vslgerður Sverrisdóttir, Sighvatur Björgvinsson og Steingrímur J. Sigfússon.