Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 15:32:02 (7007)

1998-05-27 15:32:02# 122. lþ. 134.12 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál. 13/122, EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[15:32]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gleðiefni að hv. þm. skuli farin að tala aðeins skýrar. Hér kom það betur fram hjá hv. þm. að því fjármagni sem bundið er í búvörusamningnum, sem hefur náttúrlega tvíþætt gildi, bæði að treysta stöðu landbúnaðarins og að draga úr verði til neytenda, væri betur ráðstafað með öðrum hætti, í námskeið, atvinnuráðgjöf og annað slíkt. Ég verð nú að segja alveg eins og er: Ég sé ekki hvaða erindi hv. þm. átti hér í ræðupontuna aftur því að þingmaðurinn staðfesti það sem kom hér fram í ræðu minni áðan, að þetta hefði verið illskiljanlegur málflutningur. Nú hefur þingmaðurinn skýrt þetta betur og segja má að með því hafi þingmaðurinn metið sjálfa sig að verðleikum, að því er varðar afstöðu til sveitakvenna.