Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:41:48 (7040)

1998-05-28 09:41:48# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:41]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessari brtt. er gerð lokatilraun til að tryggja starfsöryggi starfsfólks Húsnæðisstofnunar og koma í veg fyrir þá nýju starfsmannastefnu atvinnumálaráðherrans og ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að tryggja ekki starfsfólki ríkisstofnana forgang þegar breytt er rekstrarformi eða rekstrarumhverfi opinberrar stofnunar. Hér er ómaklega vegið að rétti starfsfólks Húsnæðisstofnunar sem skilað hefur góðu verki um langt árabil við uppbyggingu og þjónustu við landsmenn í húsnæðismálum þjóðarinnar. Þessi meðferð á starfsfólkinu er ríkisstjórninni og sérstaklega atvinnumálaráðherranum til skammar.