Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:43:22 (7042)

1998-05-28 09:43:22# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:43]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Framsfl. leggur til að leggja félagslega húsnæðiskerfið niður með dyggilegum stuðningi Sjálfstfl. Í 70 ár hefur félagslega húsnæðiskerfið veitt láglaunafólki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, möguleika á eignaríbúð, möguleika á öryggi og skjóli fyrir fjölskyldu sína. Nú er þessu fólki vísað út á leigumarkað, leigumarkað sem ekki er til.

Ég greiði atkvæði gegn þessu frv.