Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:46:25 (7044)

1998-05-28 09:46:25# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:46]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er í ákvæði til bráðabirgða kveðið á um að samtök launafólks, ASÍ, BSRB, fulltrúar sveitarfélaga og félagslegir byggingaraðilar vinni að úttekt á leigumarkaði og á grundvelli þeirrar úttektar verði lögð fram framkvæmdaáætlun sem framlög ríkis og sveitarfélaga taki mið af. Þetta er góðra gjalda vert en með brtt. viljum við setja þessu starfi tímaskorður þannig að unnt sé að vinna næstu fjárlög í samræmi við þessa áætlun. Þess vegna lögðum við til þessa brtt. við bráðabirgðaákvæðið sem við hljótum einnig að styðja í heild sinni.