Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:49:22 (7045)

1998-05-28 09:49:22# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:49]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með atkvæðagreiðslunni sem hér fer fram er innsigluð ósvífnasta og grimmilegasta atlagan sem við höfum séð um áratuga skeið að kjörum fátæks fólks á Íslandi. Þetta er svartur dagur í sögu félagslegrar aðstoðar í húsnæðismálum fátæks fólks á Íslandi sem 40 verkalýðs- og félagasamtök hafa ítrekað mótmælt. Þetta er ljótur minnisvarði um Framsfl., flokk sem einu sinni kenndi sig við félagshyggju.

Orrustan er töpuð en stríðið ekki. Þó flagg félagslegrar aðstoðar í húsnæðismálum láglaunafólks verði nú fellt í þessari atkvæðagreiðslu mun það rísa á nýjan leik þegar jafnaðarmenn komast til valda. Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem með svo ómannúðlegum, grimmum og miskunnarlausum hætti ræðst á húsnæðisöryggi þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu. Ég segi nei.