Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:50:35 (7046)

1998-05-28 09:50:35# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:50]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Það frv. sem hér er komið til lokaafgreiðslu felur sér atlögu að kjörum hinna lægst launuðu í landinu. Með þessu frv. er verið að gjörbylta félagslega húsnæðiskerfinu og vísa hundruðum fjölskyldna út á leigumarkað sem ekki er til. Allt er í óvissu um viðbrögð sveitarfélaganna sem ætlast er til að afli leiguhúsnæðis en hingað til hefur verið afar takmarkaður vilji meðal þeirra til að byggja upp eðlilegan leigumarkað.

Í frv. er engin trygging fyrir því að boðið verði upp á húsnæði sem láglaunafólk ræður við að kaupa eða leigja. Þær breytingar sem hér eru boðaðar munu hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir leigjendur, aukinn kostnað fyrir þá sem ráða við að kaupa sér húsnæði og aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Síðast en ekki síst er starfsfólk Húsnæðisstofnunar ríkisins skilið eftir í algerri óvissu um framtíð sína. Þetta er vont frv., hæstv. forseti. Það er verið að kippa grunninum undan fjölda einstæðra mæðra, barnmargra fjölskyldna, fatlaðra og námsmanna.

Hæstv. forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessu frv. og segi nei.