Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:56:32 (7049)

1998-05-28 09:56:32# 122. lþ. 135.3 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:56]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Að mínum dómi hefði ríkisstjórnin hæglega getað náð sátt í þessu máli. Meginágreiningurinn um þetta frv. er vegna 1. gr. frv. þar sem kveðið er á um skiptingu landsins á milli sveitarfélaga. Alþb. og óháðir hafa lagt áherslu á að ekki komi til greina að gera slíkt nema gulltryggt sé að miðhálendið sé ein skipulagsheild þar sem umhverfisvernd sé í algeru fyrirrúmi. Almannasamtök hafa krafist þess að málinu verði frestað en óbilgirni og þrjóska ríkisstjórnarinnar hefur gert það að verkum að hún hefur ekki andlega burði til þess að verða við þeim kröfum. Einu sinni kvað Stefán Ögmundsson prentari:

  • Ef að okkur innra með
  • æsist skap og hiti,
  • þá skal láta þrútið geð
  • þoka fyrir viti.
  • Því miður er stjórnviska af þessu tagi ekki til staðar hjá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Við getum ekki stutt þetta frv. og munum sitja hjá við afgreiðslu þess.