Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:04:05 (7054)

1998-05-28 10:04:05# 122. lþ. 135.3 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:04]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Við kvennalistakonur erum alfarið á móti 1. gr. frv. og ákvæði til bráðabirgða. Við viljum að hálendi Íslands verði ein skipulagsleg og stjórnsýsluleg heild. Það er mikið ógæfuverk að okkar mati að lögfesta stjórnsýslurétt yfir 40 sveitarfélaga á miðhálendi Íslands. (MS: 35.) Ég er það ósátt við þessar greinar að ég greiði atkvæði gegn frv. í heild þó að vissulega sé ýmislegt gott í því að öðru leyti, en ég vil einnig ítreka fyrirvara minn sérstaklega við 7. gr. En ég greiði atkvæði gegn frv. í heild.