Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:05:01 (7055)

1998-05-28 10:05:01# 122. lþ. 135.3 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:05]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hér hefur það gerst sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins varaði við, að ráðherrar og þingmenn Sjálfstfl. og Framsfl. hafa sett misskilinn metnað sinn í að knýja mál gegnum þingið ofar vilja þjóðarinnar. Ekkert getur réttlætt þá ákvörðun að færa yfirráð yfir hálendinu til fámennra sveitarfélaga. Hagsmunir fárra eru settir framar hagsmunum fjöldans eins og alltaf þegar Sjálfstfl. og Framsfl. eru saman við völd. Þessi ákvörðun er þó mesta framsóknarmennska sem Sjálfstfl. hefur tekið þátt í á ferli sínum. Ég vísa allri ábyrgð á afleiðingum þessa á hendur stjórnarmeirihlutanum. Þessi stjórnarmeirihluti hefur hunsað vilja 70% þjóðarinnar og glatar trausti.

Herra forseti. Þetta frv. er mikill lagabálkur en vegna hálendisákvæða frv. greiðir þingflokkur jafnaðarmanna atkvæði gegn því.