Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:08:27 (7058)

1998-05-28 10:08:27# 122. lþ. 135.3 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:08]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Í gær var hæstv. forsrh. afhent áskorun frá félagasamtökum sem telja samtals 120 þús. Íslendinga. Áskorunin var á þá leið að hálendisákvæðum þessa frv. yrði frestað. Því hefur hæstv. forsrh., ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn hafnað.

Í grein í Morgunblaðinu í dag þegar fjallað er um þetta mál er sagt að þá sé ekki um annað að gera fyrir þá 120 þús. landsmenn sem ekki er hlustað á en að láta skoðun sína í ljósi við atkvæðagreiðslu til næstu alþingiskosninga. Undir það tek ég.