Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:12:35 (7061)

1998-05-28 10:12:35# 122. lþ. 135.4 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:12]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða hugsanlega mestu eignatilfærslu í Íslandssögunni frá almenningi til einkaaðila. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað flutt tillögur um takmörkun þessarar tilfærslu vegna þess að við þekkjum engan veginn mörk þeirra laga sem er verið að setja. Ég fullyrði, herra forseti, að enginn á hinu virðulega Alþingi þekkir þessi mörk sem ég er að ræða um.

Ég harma afgreiðslu ríkisstjórnar og meiri hluta á þessu máli. Ég styð að sjálfsögðu tillögu minni hlutans en hafna frv. eins og það er lagt fram.