Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:15:20 (7064)

1998-05-28 10:15:20# 122. lþ. 135.4 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SAÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:15]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Í samræmi við ríkjandi sjónarmið um inntak eignarréttar er í frv. fylgt þeirri skipan sem viðurkennd hefur verið í löggjöf og réttarframkvæmd að eignarréttur á auðlindum í jörðu eignarlanda og innan netlaga í vötnum og sjó fylgi landareign. Þessi brtt. stjórnarandstöðunnar gengur þvert á núverandi skipan þessara mála og felur í sér stórkostlega takmörkun á eignarrétti. Slík afmörkun sem tillagan felur í sér er þar að auki illframkvæmanleg og óskýr. Ég segi nei.