Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:16:38 (7065)

1998-05-28 10:16:38# 122. lþ. 135.4 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:16]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þessi brtt. gengur út á það að iðnrh. sé við meðferð þessa máls ætlað að hafa samráð við þær umhverfisstofnanir sem til eru í landinu, þ.e. Náttúruvernd ríkisins og stjórnvöld umhverfismála yfirleitt. Við teljum mjög mikilvægt að þau ákvæði séu sett inn og í rauninni stórhættulegt að ganga frá þessum lögum án þess að kveða skýrt á um það að stofnanir umhvrn. komi nálægt málinu, bæði á rannsóknar-, undirbúnings- og nýtingarstigi. Þess vegna er þessi tillaga flutt, herra forseti, á þskj. 1427.