Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:28:32 (7067)

1998-05-28 10:28:32# 122. lþ. 135.4 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:28]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Við jafnaðarmenn erum andvígir þessu frv. af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er verið að leiða í lög að öll auðæfi í jörðu á einkalandi skuli teljast einkaeign, þar á meðal olía, kol, gas, málmar og önnur auðæfi sem enn kunna að vera ófundin. Í öðru lagi er verið að veita ráðherra heimild án nokkurra málsmeðferðarreglna til þess að leigja hverjum sem er hvað sem er af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar fyrir hvaða fjárhæð sem er. Þetta er gegn réttarfarsþróun í landinu. Í þriðja lagi er umhverfismálum mjög ábótavant í frv. og ekki gætt þeirra umgengnisreglna við landið sem við teljum að þurfi að gæta. Af þessum þremur ástæðum segi ég nei.