Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:31:28 (7069)

1998-05-28 10:31:28# 122. lþ. 135.4 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:31]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Þetta er að mínum dómi alvarlegasta mál sem hefur komið til kasta Alþingis í langan tíma. Hér er verið að færa einkaaðilum eignarhald yfir sameign þjóðarinnar í ríkari mæli en gerist nokkurs staðar í heiminum. Auk þess eru umhverfisverndarsjónarmið og náttúruvernd fótum troðin.

Hæstv. forseti. Með þessu frv. er verið að lögleiða þjófnað. Það er verið að lögfesta þjófnað og auðvitað mun þjóðin ekki sætta sig við að eignum hennar sé stolið. Þetta verður að leiðrétta á næsta kjörtímabili en til þess að svo megi verða þarf þjóðin að láta þessa ríkisstjórn sæta ábyrgð í næstu alþingiskosningum. Ég segi nei.