Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:33:32 (7070)

1998-05-28 10:33:32# 122. lþ. 135.4 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:33]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að færa landeigendum gífurlega fjármuni sem eiga að mínu mati að vera sameign þjóðarinnar. Hér er sérhagsmunastefna ríkisstjórnarinnar skýr en almannahagur virtur að vettugi. Þessu erum við kvennalistakonur mótfallnar svo og því virðingarleysi sem umhverfismálum er sýnt í þessu frv.

Það fyrirkomulag sem kemur fram í brtt. minni hlutans við 3. gr. er mun eðlilegra að mínu mati og stríðir ekki gegn stjórnarskránni né að breyta þessu frv. síðar í þá veru og slíkt má gera bótalaust. Þetta vil ég segja vegna orða hv. þm. Sigríðar Önnu Þórðardóttur áðan og vitna þá í orð Sigurðar Líndals og Allans V. Magnússonar í iðnn. milli 2. og 3. umr. og vitna einnig í fyrirkomulagið í Noregi og víðar. Ég tel því mikilvægt að frv. verði breytt aftur við fyrsta tækifæri og greiði nú atkvæði gegn lögfestingu þessa frv.