Framleiðsla og sala á búvörum

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:46:20 (7074)

1998-05-28 10:46:20# 122. lþ. 135.8 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:46]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Þetta frv. og þá ekki síst þessi lagagrein er byggð á samningi sem bændur gerðu við ríkisstjórnina. Um þennan samning höfðu bændur greitt atkvæði. Nú er ekki alltaf samkomulag á milli meiri hluta á Alþingi og almannasamtaka um að semja um breytingar sem snerta kjör viðkomandi. En þegar slík fyrirheit eru gefin þá er lúalegt að hlaupa frá samningum og svíkja þá. Það er gert með þessari lagabreytingu og það er algerlega óásættanlegt.