Dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 11:12:00 (7085)

1998-05-28 11:12:00# 122. lþ. 135.10 fundur 436. mál: #A dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr# (heildarlög) frv. 66/1998, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[11:12]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég tel að ýmislegt í 4. gr. frv., sem við erum að greiða atkvæði um, orki verulega tvímælis, sérstaklega það sem kemur fram í næstsíðustu efnisgrein sem hljóðar svo:

,,Sömu aðilar og taldir eru í 2. mgr. geta vísað ágreiningsmálum varðandi dýralæknisþjónustu til ráðsins.``

Hér er búin til eins konar úrskurðarnefnd, að því er virðist, en þannig er um hnútana búið, eins og fram kemur í nál., að mér er mjög til efs að þessi nefnd geti starfað sem slík. Þetta er einn af ágöllum þessa máls og ég treysti mér ekki til að styðja þessa lagagrein.