Eftirlit með skipum

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 13:34:18 (7104)

1998-05-28 13:34:18# 122. lþ. 136.13 fundur 593. mál: #A eftirlit með skipum# (farþegaflutningar) frv. 74/1998, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[13:34]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 1323 ásamt meðfylgjandi frv. til laga um breytingu á lögum um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, og siglingarlögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu er lagt til að farþegaflutningar með skipum verði háðir sérstöku leyfi og að lögfest verði skyldutrygging í farþegaflutningum með skipum. Með breytingunum er ætlunin að stuðla að auknu öryggi í farþegaflutningum með skipum og bátum á sjó, ám eða vötnum. Samgöngunefnd tekur undir markmið frv. en leggur til þá breytingu að vátryggingarskyldunni verði flýtt svo að ákvæðið komi til framkvæmda á sumri komanda. Það er mat nefndarinnar að frestur til 1. ágúst sé nægjanlegur undirbúningstími fyrir þá sem að málinu koma, tryggingafélög og tryggingartaka.

Brtt. er svohljóðandi:

,,Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna ,,1. janúar 1999`` í 2. mgr. komi: 1. ágúst 1998.``

Undir þetta nál. rita auk formanns og frsm. hv. þm. Magnús Stefánsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Egill Jónsson, Árni Johnsen, Ragnar Arnalds, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Kristján Pálsson og Stefán Guðmundsson.