Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 18:13:31 (7141)

1998-05-28 18:13:31# 122. lþ. 136.7 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál. 19/122, 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál. 20/122, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[18:13]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 4. þm. Austurl. þarf að átta sig á því að það er líka líf fyrir dauðann en ekki bara eftir dauðann. Og það er margt fram undan í framkvæmdum og ýmsum verkefnum í vegagerð og mun meiri en hingað til hefur verið.

Ég skil vel áhyggjur Austfirðinga og veit um samgönguvanda þeirra í mörgum byggðum þar. En ég hygg að hér eftir sem hingað til verði það forgangsröð þingmanna í kjördæmum sem komi til með að ráða allmiklu. Við þingmenn Norðurl. v. höfum verið samstilltir í því að tala um að nauðsynlegt sé að gera áætlanir, þ.e. gera rannsóknir á hagkvæmni þess að gera jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, og hins vegar að meta hvort nokkurn tíma verði hægt að halda opnum heilsársvegi um Lágheiði. Ég hygg að það sé ekki mögulegt en rannsóknir munu leiða það í ljós.