Söfnunarkassar

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 18:47:16 (7154)

1998-05-28 18:47:16# 122. lþ. 136.21 fundur 156. mál: #A söfnunarkassar# (brottfall laga) frv., 174. mál: #A Happdrætti Háskóla Íslands# (happdrættisvélar) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[18:47]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp fyrst og fremst til að taka undir hvert einasta orð sem mælt var af hálfu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Að sjálfsögðu tek ég undir það að þessi tvö frv. ættu að koma til afgreiðslu þingsins og samþykkja ætti þau hér. Í þessum efnum er enginn millivegur. Af tvennu illu tel ég að sjálfsögðu betra að málið fari í frekari úrvinnslu hjá ríkisstjórninni. Það eru uppi ákveðin fyrirheit og að sjálfsögðu verður fylgst rækilega með því hver framvindan verður, en á hitt legg ég áherslu að ég er innilega sammála hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að auðvitað á að samþykkja þessi lög á þinginu, í þessum efnum er enginn millivegur.