Læknalög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 19:05:51 (7160)

1998-05-28 19:05:51# 122. lþ. 137.2 fundur 598. mál: #A læknalög# (óvæntur skaði og mistök) frv. 68/1998, Frsm. ÖS
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 122. lþ.

[19:05]

Frsm. heilbr.- og trn. (Össur Skarphéðinsson):

Herra forseti. Fyrr í vetur var lagt fram í þinginu frv. til laga um að breyta læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum. Heilbr.- og trn. fékk til umfjöllunar þetta mál Jón Snædal frá Læknafélagi Íslands og Ólaf Ólafsson landlækni. Þetta frv. felur í sér breytingu á læknalögum í þeim tilgangi að afmarka tilkynningarskyldu vegna óvæntra skaða en gera jafnramt um leið strangari kröfur til heilbrigðisstofnana um að rannsaka slík mál sjálfar.

Þetta markmið tekur nefndin undir og hún leggur því til að frv. verði samþykkt. Undir þetta, herra forseti, skrifa allir nefndarmenn en hv. þm. Margrét Frímannsdóttir gerir það eigi að síður með fyrirvara.