Ummæli þingmanns um óundirbúnar fyrirspurnir

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 10:35:38 (7166)

1998-06-02 10:35:38# 122. lþ. 139.92 fundur 428#B ummæli þingmanns um óundirbúnar fyrirspurnir# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 139. fundur, 122. lþ.

[10:35]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Í tilefni af orðum hæstv. ráðherra vill forseti taka fram að ráðherrum er ekki tilkynnt um efni óundirbúinna fyrirspurna fyrir fram. Það liggur í orðanna hljóðan að þær eru óundirbúnar. Þetta fer þannig fram að forseti fær fyrirspurnina í hendur. Það er þó fyrst og fremst vinnuskjal hans. Þetta mál kom upp á fundi forsn. í morgun, einmitt vegna þessarar umræðu í fjölmiðlum. Hv. þm. Sturla Böðvarsson minntist á þetta mál og var forsn. sammála um að málið væri vaxið svo sem hér hefur nú verið úrskurðað.