Svör viðskiptaráðherra um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 11:07:04 (7184)

1998-06-02 11:07:04# 122. lþ. 139.93 fundur 429#B svör viðskiptaráðherra um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (um fundarstjórn), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 139. fundur, 122. lþ.

[11:07]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill mótmæla orðum hv. þm. Forseti gegnir hér störfum sem forseti þingsins þessa stundina og hefur ekkert tekið þátt í umræðum. Það er erfitt að vera forseti. Ef hann ekki svarar, þá er hann krafinn svara en þegar hann svarar, þá fær hann dylgjur sem nú gerðist hjá hv. 8. þm. Reykv. (SvG: Fullyrti það.)

Forseti hafði ekki hugmynd um þegar hann settist í þennan stól að þetta mál yrði til umræðu. Hins vegar, hvort sem það er úrskurður eða ekki, hefur forseti lýst hér vinnuferli sem tíðkað hefur verið á þessum vetri í óundirbúnum fyrirspurnum. Er þingmönnum það ljóst? Það fer fram með þeim hætti sem forseti hefur lýst (SvG: Ræðum það betur seinna.) þannig að forseti vísar öllum slíkum dylgjum sem hér komu fram hjá hv. 8. þm. Reykv. á bug. (SvG: Ekki dylgjur, það voru staðreyndir. Forseti er farinn að rífast við þingmenn af stólnum.)

Forseti stjórnar þessum fundi og hann getur gert fundarhlé ef hv. þm. ekki hægir á sér. (SvG: Það væri hugsanlegt að gera hlé meðan forseti jafnar sig.) (ÁRJ: Forseti hefur ekki stjórn á sjálfum sér.)