Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 14:47:19 (7218)

1998-06-02 14:47:19# 122. lþ. 140.1 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[14:47]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Þessi flugmálaáætlun til næstu fjögurra ára er svipuðu marki brennd og nýlegar áætlanir af sama toga. Það er erfitt að taka of mikið mark á þeim og einnig færist í vöxt sú tilhneiging hæstv. samgrh. og ríkisstjórnar að færa fjármuni frá framkvæmdum á flugvöllum hringinn í kringum landið til rekstrar og einnig til afborgunar af skuldum vegna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hvað varðar hins vegar dreifingu fjármuna á einstaka flugvelli hefur orðið allgóð sátt í samgn. og ég hygg í þinginu öllu en vegna þessara alvarlegu annmarka sem á tillögunni eru get ég ekki stutt hana og mun því sitja hjá við afgreiðslu hennar og einstaka liði eftir efnum og ástæðum.