Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 14:49:05 (7219)

1998-06-02 14:49:05# 122. lþ. 140.1 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[14:49]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þennan lið í flugmálaáætlun tel ég grafalvarlegan fyrir flugöryggi innan lands. Reykjavíkurflugvöllur, stærsti innanlandsflugvöllurinn okkar, er í algerri niðurníðslu og ekkert hefur staðist í flugmálaáætlunum um fjármagn til þessa flugvallar og nú eru ætlaðar á þessu ári 29 millj. kr. til flugvallarins, flugvallar sem er í alvarlegu ástandi og stórhættulegur ef ekki lífshættulegur við ákveðnar aðstæður samkvæmt mati fagmanna. Það er ábyrgðarhluti að sætta sig við og samþykkja þennan lið á áætluninni. Ég segi nei.