Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 14:52:06 (7222)

1998-06-02 14:52:06# 122. lþ. 140.1 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[14:52]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Vandi þessa máls hefur verið sá að samgrh. og ríkisstjórnin hafa dregið lappirnar í þessu máli. Þess vegna hefur ekki verið hægt að komast að eðlilegum ákvörðunum m.a. á grundvelli þessa aðalskipulags Reykjavíkur sem nú liggur fyrir. Ríkisstjórnin hefur verið þversum. Nú er hæstv. samgrh. loksins að rumska. Þó að það sé í litlu þá er það betra en ekki neitt að hafa þessar 29 millj. Vonandi verður það betra næst þegar á þessu máli verður tekið og það gæti kannski verið búið að skipta um samgrh. Hver veit.