Vegáætlun 1998-2002

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:01:58 (7227)

1998-06-02 15:01:58# 122. lþ. 140.3 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál. 19/122, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:01]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er margt gagnrýnivert í þessari vegáætlun en sérstaklega vil ég lýsa áhyggjum mínum yfir því að miðað við fjárveitingar til höfuðborgarsvæðisins verður ekki hægt að koma á nema broti af þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru á svæðinu og þetta mun bitna mjög á nauðsynlegum endurbótum á fjölförnum stöðum þar sem umferðartafir eru nú mjög verulegar. Ég bendi á Vesturlandsveginn um Mosfellsbæ og inn í Reykjavík. Ég hef áhyggjur af að þetta gæti orðið slysavaldur ef ekki verður tekið ákveðnar á þessum málum og vísa ábyrgð á þessari áætlun á hendur stjórnarliða og meiri hlutans í þinginu.