Langtímaáætlun í vegagerð

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:11:09 (7232)

1998-06-02 15:11:09# 122. lþ. 140.4 fundur 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál. 20/122, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er vissulega framfaraspor þegar menn gera langtímaáætlanir og við erum að samþykkja vegáætlun til 12 ára í fyrsta skipti. En því miður hefur ríkisstjórnin ekki einu sinni virt fjögurra ára áætlanir hingað til þannig að ég hef enga ástæðu til að ætla að langtímaáætlun til 12 ára muni standast. Þetta er greinilega óskalisti, vinsældalisti fyrir ríkisstjórnina fyrir kosningar. Þegar fjögurra ára áætlun stenst ekki hvað þá 12 ára áætlun fyrir komandi ríkisstjórnir sem verða vissulega án efa með aðrar áherslur. Slíkar áætlanir eru ótrúverðugar auk þess sem allan sveigjanleika vantar í þessar áætlanir til 12 ára og ekki er gert ráð fyrir að menn geti notað aðrar leiðir en vegagerð til að komast leiðar sinnar.