Loftferðir

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:28:45 (7237)

1998-06-02 15:28:45# 122. lþ. 140.10 fundur 201. mál: #A loftferðir# (heildarlög) frv. 60/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Þessi viðbót við 7. gr. er vissulega til bóta því óbreytt er hún nánast opin heimild til einkavæðingar. Þetta er þó óneitanlega harla undarlegur lagatexti, að fjárveitingar úr ríkissjóði skuli vera samkvæmt fjárlögum. Hitt er svo annað mál að sú tegund einkavæðingar sem ríkisstjórnin hefur sagt koma til greina, t.d. varðandi Reykjavíkurflugvöll, byggir á svokallaðri einkaframkvæmd. Hún felur í sér að fjárhagslegar skuldbindingar eru seldar til framtíðarinnar þannig að pólitísk ákvörðun um einkavæðingu þyrfti ekki að snerta fjárlög þegar ákvörðunin er tekin. Með þessum lagabreytingum er forræði Alþingis því ekki tryggt eins vel og æskilegt væri.