Loftferðir

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:29:50 (7238)

1998-06-02 15:29:50# 122. lþ. 140.10 fundur 201. mál: #A loftferðir# (heildarlög) frv. 60/1998, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:29]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Þessi brtt. meiri hluta samgn. og hæstv. samgrh. er til bóta en engan veginn nægileg. Ég hygg að greinin eins og hún mun standa sé með fádæmum og raunar þekki ég engar hliðstæður varðandi framsal heimilda til hæstv. ráðherra. Hafi hv. þm. ekki áttað sig á því þá er hér um að ræða algilda heimild til hæstv. samgrh. um að gera nánast það sem honum dettur í hug með flugmál á Íslandi, Flugmálastjórn þar með talda. Þetta verklag er engan veginn hægt að una við og reynslan sýnir auðvitað að honum er ekki treystandi til að hafa viðlíka vald og þetta.