Loftferðir

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:34:31 (7240)

1998-06-02 15:34:31# 122. lþ. 140.10 fundur 201. mál: #A loftferðir# (heildarlög) frv. 60/1998, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:34]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Það frv. sem við erum að afgreiða er að langstærstum hluta til verulegra bóta en með tveimur mjög alvarlegum undantekningum. Þar er um að ræða 6. gr. frv. þar sem í engu er reynt að skilja á milli framkvæmdarvalds annars vegar og eftirlitsvalds Flugmálastjórnar hins vegar og í engu hefur verið tekið réttmætum ábendingum í þá veru. Hins vegar er um að ræða því sem næst takmarkalaust valdaframsal sem Alþingi Íslendinga ætlar að færa í hendur hæstv. samgrh. Samvisku minnar vegna get ég ekki tekið þátt í slíku, hefði svo gjarnan viljað greiða þessu frv. atkvæði mitt en get það ekki vegna þessara alvarlegu meinbuga sem á því eru og greiði því atkvæði gegn því.