Lögmenn

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:38:28 (7242)

1998-06-02 15:38:28# 122. lþ. 140.11 fundur 57. mál: #A lögmenn# (heildarlög) frv. 77/1998, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:38]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um brtt. frá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur. Eins og fram kom í máli hennar lagði hæstv. viðskrh. fram frv. til innheimtulaga sem ekki náðist að afgreiða á þessum vetri en mun að öllum líkindum verða flutt aftur á næsta þingi. Það er skoðun nefndarinnar að þessum ákvæðum verði þá breytt í lögum um lögmenn ef þau verða að lögum.